3.1.2010 | 23:13
Fullyrðingar Ólínu
Ég skal fúslega viðurkenna að ég samdi og sendi þetta bréf til þeirra sem að sögðu já við frumvarpi um Icesave.
Að það hafi verið ætlað sem bréf sem að aðrir gætu tekið upp og sent, var ekki ætlun mín en ef að svo hefur verið þá er það í fínu lagi.
Ég skrifaði þetta bréf strax eftir atkvæðagreiðsluna á Alþingi og tel mig á engan hátt vera ókurteis eða með áreyti í garð þingmanna heldur eingöngu að lýsa mínum skoðunum á þeim gjörningi sem að ég tel að þeir hafi leitt yfir þjóðina.
Hinsvegar á ég erfitt með að sitja undir þeim svívirðingum og gjalli sem að Ólína telur vera svar við bréfi mínu. Ég verð einnig að taka það fram að ég sjálfur hef ekki móttekið svarbréf frá Ólínu né öðrum þingmönnum þrátt fyrir að hafa sent þetta undir fullu nafni og með e-mail addressu minni.
Til að svara Háttvirtum þingmanni, þé tel ég það á engan hátt vera áreyti að ég skrifi bréf til þingmanns á Alþingi og lýsi yfir óánægju minni með það starf sem að viðkomandi er að inna af hendi fyrir þjóðina.
Það er einmitt mergur málsins að ég tel að þeir þingmenn sem að fengu bréfið frá mér hafi og séu ekki að vinna fyrir mína hagsmuni sem Íslenskur ríkisborgari, heldur hafi þeir sannað það að það séu hagsmunir einhverra annarra sem sitja í fyrirrúmi.
Að bréf mitt sýni sjálfbirgingshátt, yfirlæti og mannfyrirlitningu, get ég ekki samþykkt og að mínu áliti þá er það frekar það sem má lesa úr svarinu frá Ólínu. En það er nokkuð sem að hún verður að eiga við sjálfa sig.
Tilvísanir hennar til björgunar þjóðargjaldþroti og endurreisn efnahagslífsins þarf ekki að fara mörgum orðum um, það lendir á sama stað og skjaldborg heimilanna.
Að lokum þá vil ég taka það fram að ég er ekki tengdur Indefence samtökunum á annan hátt en mörg þúsund aðrir Íslendingar og þetta bréf er á engan hátt frá þeim komið.
Kær kveðja
Þórður G. Sigfriðsson
Þetta er svo bréfið umtalaða
Háttvirtur þingmaður
Ég kýs þig ekki, þú kaust með Icesave.
Þar sem þér eruð einn þeirra sem hefur sagt já við Icesafe frumvarpinu, þá tel ég að þér hafið sýnt það að hagsmunir Íslands eru þér ekki að leiðarljósi í starfi þínu.
Að mínu áliti eruð þér ekki verðugur fulltrúi á Alþingi og óska ég þess að þér segið af yður hið fyrsta.
Þar sem að þér hafið ennfremur sýnt að vilji fólksins er heldur ekki eitthvað sem að þér þykir skipta máli, þá á ég ekki von á því að þér farið eftir beiðni minni.
Mun ég þar af leiðandi gera allt sem að í mínu valdi stendur sem kjósandi til að koma þér úr starfi eða hindra endurkjör þitt í þeim kosningum sem að verða fljótlega.
Með kveðju
Þórður G. Sigfriðsson
Kannast ekki við fjöldapóst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.10.2009 | 22:27
Jóhanna segist ekki þurfa lán
Þetta er núna í fréttum hér í Noregi www,abcnyheter.no
Islands statsminister vil ikke ha gunstig lån
Það skyldi þó ekki vera að Sigmundur og Höskuldur séu að segja satt og Jóhanna að ljúga.
Kallaði á neikvæð viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.6.2009 | 10:01
Og við eigum náttúrulega að taka Eið trúanlegann
Enn einn afdankaður samfylkingarmaður geysist fram til að bjarga kerlingaræskninu og vindhananum.
Sjálfskipaðir sérfæðingar með enga þekkingu eða reynslu á þessu sviði eru ekki það sem við treystum í þessu máli...... það er ekki nóg að vera fyrrverandi stjórnmálamaður og sendiherra til að verða sérfræðingur í ICESAVE.
Eiður: Dómstóllinn ekki til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2009 | 14:44
Ekki fylgist kerlingin vel með hvað er að gerast
Hún er greinilega ekki alveg með á nótunum með hvað er að gerast hérna á landinu.
Ég trúi því engan veginn að þingmenn séu svo afburða heimskir að þeir samþykki þetta þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé á móti þessu kjaftæði.
Núna eru 27.228 manns búnir að gerast meðlimir facebook grúppunnar
Við neitum að borga skuldir sem við berum ekki ábyrgð á! (Icesave-málið)
en það er kannski sama viðkvæðið hjá henni eins og fyrri formanni "þið eruð ekki þjóðin"
Nei ég held að það væri best að hún segði bara af sér og léti sig hverfa áður en hún verður borin út.
Annars verður hennar mynnst sem kerlingarinnar sem gaf Ísland
Sjálfstæðismenn til bjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2009 | 12:13
Bíddu nú við???
Var ekki Heilög Jóhanna að segja að vandinn væri ekkert svo alvarlegur, þetta getur ekki verið rétt frétt. Ekki lýgur forsetisráðherrann okkar.
En ég er að pæla í öðru, hvar er Heilög Jóhanna?
Nú þegar alvarlegasta mál Íslandsögunnar er í umræðunni, þá sést ekkert til hennar heldur er litli kjölturakkinn hennar látinn standa stamandi frammi fyrir alþjóð til að bera blak af vitleysunni.
Það að vísu sést ekkert til annara fulltrúa samfylkingarinnar enda eru þeir ekki beint þekktir fyrir það að taka ábyrgð á gjörðum sínum.
Það er af sem áður var að Steingrímur gæti með uppreyst höfuð sagt það sem honum líkaði, nú er þetta bara hjáróma bofs yfir molunum sem Jóhanna húsbóndi réttir honum.
Endalok mikils stjórnmálamanns eru komin.
Vanskil aukast hjá Íbúðalánasjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2009 | 07:03
Svavar Gestsson sérfræðingur í íslenska hagkerfinu
Að sjálfsögðu segir Svavar þetta, býst nokkur heilvita maður við því að sá sem samdi um þennan "hagstæða díl" mundi segja að við ráðum ekki við hann.
Það getur vel verið að með því að mergsjúga íslensku þjóðina, þá sé þetta hægt en það er þegar verið að ganga frá mörgum samsvarandi "dílum" við fleiri þjóðir og þegar lagt er saman er ég hræddur um að ekki verði möguleiki á að borga þetta allt saman.
Þetta telst kannski allt saman í lagi þar sem hlutirnir reddast að sjálfsögðu þegar ESB tekur okkur fagnandi og dreifir seðlum til okkar eins og til þeirra ESB þjóða sem eru í vandræðum nú þegar og Brussel er á fullu við að bjarga.
Það fyllir mig miklu öryggi þegar ég sé Steingrím segja frá því hversu góður samningur þetta er fyrir okkur og sést vel á honum að hann er vel barinn til hlýðni af húsbónda sínum henni Jóhönnu.
Það er ekki svipur hjá sjón að sjá til hans núna en hann er nú einu sinni sérfræðingur í fjármálum og það verður að viðurkennast að það er gott að vera ráðherra þó í kjölturakka formi sé.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Tóti Sigfriðs
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar